Puntos de venta
Eko húsið
Síðumúli 11, 108 Reykjavik
Þær hjá Eko húsinu eru með fjölbreytt úrval af umhverfisvænum lífstílsvörum fyrir þig og heimilið!
Föt, snyrtivörur, hreingerningarvörur og svo margt fleira spennandi ásamt vörum frá La Brújería.
Mistur
Stórhöfða 33, 110 Reykjavik
Mistur er verslun og dreifingaraðili á Íslandi fyrir vörumerki sem eru umhverfisvæn og draga úr sóun. Erum stolt að fá að selja vörurnar okkar í þessari flottu búð með gríðalega flott úrval af hágæða vörum
Valería Kaffi
Grundargata 24, 350 Grundarfirði
Hágæða kaffi beint frá Kólumbíu, að mínu mati besta kaffi á Íslandi.
Opnunartími er sveigjanlegur en ávallt uppfærður á google
Litla Hönnunarbúðin
Strandgötu 19, 220 Hafnarfirði
Sérvaldar og smart hönnunarvörur hvaðanæva úr heiminum. Þið getið verið fullviss um að fá virkilega persónulega og fagmannlega þjónustu þar sem starfsfólkið getur sagt manni írarlega frá nánast hverri einustu vöru í búðinni.
Mamma veit best
Dalbrekka 30, 200 Kópavogi
Mamma Veit Best er fyrirtæki með þann tilgang að færa það besta af lífrænum heilsuvörum, bætiefnum og snyrtivörum víðs vegar að úr heiminum. Nafnið vísar í þá trú okkar að Móðir jörð viti hvað er best fyrir börnin sín og að hjá henni getum við fundið þær lausnir sem við leitum að.
Móar Stúdíó
Bolholti 4, 101 Reykjavík
Móar eru jógastúdíó sem leggur ríka áherslu á andlega iðkun. Þar er virkilega heillandi lítil búð með vel völdum náttúrulegum vörum eða vörum til andlegrar iðkunar.
Opnunarímti er: mán - föst: 10-12 & 13-15
laug: 12-14
Hús Handanna
Miðvangi 1-3, 700 Egilsstöðum
Hús Handanna á Egilsstöðum er umhverfisvæn lífstílsverslun sem velur af kostgæfni vöru sem er góð fyrir fólk & umhverfi.
Við val á vörum í búðina er ávallt haft í huga virði vörunnar með tilliti til endingar, notagildi, tíðaranda og vistvænna framleiðsluhátta.