Inniheldur Morgunfrú, Vallhumal, Gulmöðru, Njóla og Aztekrót. Jurtirnar eru sveppaeyðandi, bakteríueyðandi og græðandi. Auk þess er Aztek rótin víruseyðandi. Gulmaðran og Njólinn eru góð gegn exemi og kláða.
Smyrslið hentar vel sem sárasmyrsl, bossakrem, á þurra og sprungna húð (t.d. varir eða hæla), á sveppasýkingar í húð t.d. á kynfærum eða tásvepp eða gegn flökkuvörtum.
Azteksmyrsl
Bývax, kakósmjör, sheasmjör, möndluolía, Morgunfrúarolía*, Vallhumalsolía*, Aztekrót.
*Olíur sem ég brugga úr handtýndum jurtum frá Íslandi og Mexíkó.
Berið á húð eftir þörfum.
Fyrir leggögn: Myndið kúlu úr smyrslinu og setjið djúpt inn í leggöng fyrir svefninn.
Notið amk 7-10 daga í röð til að vinna gegn sýkingu.
Reviews
Aztek smyrslið frá La Brujeria gengur á mínu heimili undir nafninu töfrakremið en það var 7 ára sonur minn sem kom með það nafn og það er það svo sannarlega. Ég hef aldrei átt neitt krem eða smyrsl sem er með eins hraða virkni og þetta undra smyrsl. Ég nef notað það á flökkuvörtur með góðum árangri, á sár á húð, þurr naglabönd, þurrar og aumar varir á mér og syni mínum, sár í nefi, borið á utanverð kynfæri ef einhver erting á sér stað t.d. eftir rakstur og gegn sveppasýkingu í leggöngum.