top of page
IMG_8060.HEIC

Hvað gerir La Brújería?

Hutverk La Brújería er að bjóða upp á 100% náttúrlegar húð og heilsuvörur úr íslenskum og mexíkönskum jurtum. Jafnframt að kynna Aztekrótina og galdramátt hennar fyrir íslensku þjóðinni. Ásamt því að miðla mexíkóskri menningu til íslendinga og styðja við fátæk samfélög í Mexíkó. 

  • Facebook
  • Instagram
SLAKA..heic

La Brújería nýtir lækningarmátt náttúrunnar til þess að búa til vörur sem huga að húð, heilsu og fegurð. Það er jafn mikilvægt að gefa til baka til náttúrunnar. Það gerum við með því að versla beint við byrgja sem eru sjálfbærir – sem passa upp á að rækta skóginn jafnt og þeir uppskera. Jafnframt borgum við þeim sanngjarnt verð fyrir varninginn (e.fairtrate) og styðjum því við fátæk samfélög í Mexíkó og legg þar mitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað. Við bjóðum svo upp á gæða vörur á sanngjörnu verði.

Við leitumst eftir því að bjóða upp á umhverfisvænar umbúðir og sleppum auka kössum og því sem er  ónauðsynlegt. 

IMG_8025.HEIC

Hvernig byrjaði La Brújería? 

Það má segja að þetta hafi byrjað á tannpínu í Kólombíu eins furðulega og það hljómar. Vegna mjög slæmrar tannpínu kynnist ég gömlum mexíkönskum manni sem lætur mig fá sprey sem deyfir tannverkinn og losar mig við sýkinguna sem ég var með, þetta er auðvitað Aztek spreyjið sem ég er með í sölu núna.

Í framhaldi af því fer ég með honum til Mexíkó til þess að vinna með honum og ég flyt heim til hans í lítið krúttlegt hús í skóginum í litlu fjallaþorpi. La casa del bosque.

 

Við fórum í afskekkt samfélög og kenndum konum að nýta jurtir og annað í umhverfinu til að lækna sig sjálfar og búa til varning til að selja. Einnig var lögð mikil  áhersla á að rækta skóginn. 

 

Þarna kviknaði áhugi minn og ástríða á jurtalækningum og í frítíma heima hjá “gamla” eins og ég kalla hann þá var ég alltaf að spyrja hvernig ég gæti gert hitt og þettta fyrir húðina, olíur, smyrsl, hormóna jafnandi blöndur osfrv.

Þarna byrjaði ég að þróa mínar uppskriftir af olíum og smyrslum sem hafa verið í stöðugum uppbótum og þróunum síðan þá.

Að búa með honum var eins og að búa með opinni bók og ég lærði heilmikið á þessum tíma. Síðar fór ég aftur til Mexíkó og lauk diplóma kúrsi í blöndun jurtalyfja og smyrsla.

bottom of page