
SÉRVIÐBURÐIR
La Brújería býður uppá töfra náttúrunnar í gegnum hreinar jurtir og lífrænar olíur fyrir húðina, magnað Aztek sprey sem tekur á hversdagslegum kvillum, reykelsi, cacao og handgerða muni frá Mexikó.
Nú bjóðum við einnig uppá sérviðburði í takt við árstíðir og tunglhringinn t.d.:
· Rósa-dekur Gufa við Ægissíðu þar sem gestum býðst að prófa rósalínuna og jurta-tinktúrur, taka létta gufustund með hugleiðslu og jafnvel dýfa tánum í sjóinn
· Mjúkt dansflæði undir fullu tungli í bland við jurtate og fróðleik, hugleiðslu, djúpslökun og tónheilun
· Mjúk raddopnun og söngstund með þulum og einföldum íslenskum vísum ásamt jurtate og fróðleik, hugleiðslu, djúpslökun og tónheilun
· Leiddar hugleiðslur í takt við sjálfsnudd með olíum frá La Brújería ásamt fróðleik og tónheilun í lokin
Þetta eru aðeins hugmyndir, ef að þið hafið sérstakar óskir er hægt að sérsníða viðburðin í takt við þinn hóp.
Við bjóðum uppá einkaviðburði fyrir stóra og smáa hópa. Verðbil 30,000-45,000 kr.
Smelltu hér til að hafa samband til að bóka stund fyrir þinn hóp, við erum með aðstöðu í Síðumúla í meðalstórum sal, tökum einnig að okkur að mæta í heimahús þegar við á.




