Sumargufa
fös., 02. maí
|Reykjavík
Dekurgufa þar sem rósin er í aðalhlutverki í húðvörum sem við munum setja á okkur.


Time & Location
02. maí 2025, 17:00 – 18:30
Reykjavík, Skeljanes 21 101, 101 Reykjavík, Ísland
About the event
Verið hjartanlega velkomin í sérstaka sumar-gufu. Það er ávallt stór áfangi að komast uppúr löngum vetrinum, upplifa vorvindana glaða og glettna með tilheyrandi hreti og finna svo loksins skýru merkin um komu sumarsins, birtan, fuglasöngurinn, brumið og blómstrið, hlýjan í loftinu..
Við bjóðum uppá notalega rósa-gufu og fögnum sumarkomunni saman á þessum fallegu tímamótum
Tunglið verður nánast "tómt" sem minnir okkur á að hreinsa út allt sem má fara, horfa dýpra innávið og hlusta
Við munum notast með tóna og jafnvel einföld lög til að hreinsa, mýkja og opna á röddina, skoðum hvernig fuglarnir geta veitt okkur innblástur
Gufustundin er rúmega 1 klst með þremur lotum og stuttum pásum inná milli. Boðið verður uppá vatn með jurtadropum, tungl-hugleiðslu, líkams og andlitsskrúbba ásamt húðolíu og í lokin verður hægt að kíkja á litlu nornabúðina með varning frá La Brújería

Tickets
Rósa-dekurgufa
ISK 5,000
+ISK 125 ticket service fee
Sold Out
This event is sold out