SÖLUSTAÐIR

Mamma veit best
Dalbrekka 30, 200 Kópavogi
Mamma Veit Best er fyrirtæki með þann tilgang að færa það besta af lífrænum heilsuvörum, bætiefnum og snyrtivörum víðs vegar að úr heiminum. Nafnið vísar í þá trú okkar að Móðir jörð viti hvað er best fyrir börnin sín og að hjá henni getum við fundið þær lausnir sem við leitum að.

Móar Stúdíó
Bolholti 4, 101 Reykjavík
Móar eru jógastúdíó sem leggur ríka áherslu á andlega iðkun. Þar er virkilega heillandi lítil búð með vel völdum náttúrulegum vörum eða vörum til andlegrar iðkunar.
Opnunarímti er: mán - föst: 10-12 & 13-15
laug: 12-14 https://www.moarstudio.is/

Eden Yoga
Rafstöðvarvegi 1, 110 Reykjavík
Eden býður uppá fjölbreyttar aðferðir til sjálfsvaxtar.
Virkilega falleg búð þar sem er hægt að finna t.d. íslenska hönnun, reykelsi og náttúrlegar vörur.
Opnunartími er sveigjanlegur, mæli með að kíkja á stundatöfluna eða hafa samband https://www.edenyoga.is/um-eden

Hús Handanna
Miðvangi 1-3, 700 Egilsstöðum
Hús Handanna á Egilsstöðum er umhverfisvæn lífstílsverslun sem velur af kostgæfni vöru sem er góð fyrir fólk & umhverfi.
Við val á vörum í búðina er ávallt haft í huga virði vörunnar með tilliti til endingar, notagildi, tíðaranda og vistvænna framleiðsluhátta.